Upplýsingar fyrir kennara

Afleysingakennsla hentar vel fyrir þá sem vilja velja hvar og hvenær þeir vinna í skapandi og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Forfallakennari er mikilvægur hlekkur í námi barnanna um leið og kennarinn sjálfur eflist og eykur fagþekkingu sína.

Að vinna með okkur þýðir að þú getur:

  • Haft sveigjanlegan vinnutíma sem hentar þér
  • Ákveðið hversu mikið þú vilt vinna
  • Fengið tækifæri til að vinna með börnum og unglingum í ólíkum skólum og skólastigum
  • Aflað þér spennandi kennslureynslu

Kennarar sem eru á skrá hjá okkur geta skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á innra vefsvæði á heimasíðunni. Á innra svæði skráir kennarinn inn upplýsingar um sig, tilgreinir helstu kennslugreinar, kennslureynslu og á hvaða skólastigi viðkomandi er tilbúinn að kenna á. Þar er einnig dagatal þar sem viðkomandi skráir hvenær hann er laus og er tilbúinn að kenna. Skólastjórnendur sem hafa aðgang að skráningarkerfinu okkar geta óskað eftir kennara á ákveðnum tíma með því að senda fyrirspurn til viðkomandi og er það þá í valdi kennarans að samþykkja eða hafna tilboðinu. Allt er þetta gert á lokaðri skráningarsíðu. Þannig fá skólastjórnendur gott yfirlit yfir hvaða kennarar eru í boði og hvenær þeir eru lausir. Þannig aukast líkur á að bæði skólinn og afleysingakennari fái starf sem hentar þeim vel. Vertu endilega í sambandi ef eitthvað er óljóst. Netfangið okkar er aukakennari@aukakennari.is

Hafðu samband

Tölvupóstur:

aukakennari@aukakennari.is

Sími:

626-2042

694-6694