Um okkur

Aukakennari býður upp á fjölbreytta afleysingaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla sem er þróuð af reynslumiklu skólafólki. Kjarninn í starfseminni er að bjóða upp á gæðakennslu og gefa skólum kost á að ráða til sín hæfa kennara, kennaranema. Einnig sérfræðinga til að hlaupa í skarðið þegar tímabundið vantar fólk eða verkefnin verða of viðfangsmikil.

Aukakennari er lausn sem sparar bæði skólastjórnendum tíma og auðveldar kennurum að finna afleysingar sem henta þeim. Aukakennari er afleysingaþjónusta fyrir lengri og skemmri forföll en annast ekki vinnumiðlun fyrir fastar stöður eða önnur laus störf.

Einkakennsla er einnig í boði fyrir nemendur á grunnskólastigi sem vilja eða þurfa að efla sig í náminu.

Endilega vertu í sambandi ef eitthvað er óljóst. Netfangið okkar er aukakennari@aukakennari.is

Stofnendur og eigendur Aukakennara eru Fanney Ófeigsdóttir og Ólöf S. Sigurðardóttir

Ólöf

Ólöf er grunnskólakennari og lauk meistaranámi í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. Hún er með mikla reynslu af kennslu á mið- og yngsta stigi og skólastjórnun. Síðustu 9 ár hefur hún starfað sem skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, þar áður var hún aðstoðarskólastjóri Sjálandsskóla og umsjónarkennari bæði í Sjálandsskóla og Flataskóla.

Fanney

Fanney er íþróttakennari með mikla reynslu af kennslu á öllum skólastigum hvort sem um ræðir íþróttakennslu eða almenna bekkjarkennslu. Síðustu 6 ár hefur hún starfað í Flataskóla sem aðstoðarleikskólastjóri og síðast einnig sem deildarstjóri á yngsta stigi grunnskólans. Fanney hefur nokkurra ára reynslu af því að starfa sem afleysingakennari í Svíþjóð.

Hafðu samband

Tölvupóstur:

aukakennari@aukakennari.is

Sími:

626-2042

694-6694